Fagvit veitir þjónustu á nokkrum meginsviðum. Gerð ársreikninga og reikningsskila, skattskil, skjalagerð og önnur sérfræðiþjónusta.

Heiðarleiki, trúnaður og fagleg þekking í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.

1.

Ársreikningar og uppgjör

Fagvit tekur að sér gerð ársreikninga, árshlutareikninga og samstæðureikninga fyrir fyrirtæki og félög af öllum rekstrarformum. Einnig skil á ársreikningum til ársreikningaskrár og skattayfirvalda. Sindri Freyr Gíslason lögg. esk. er sérfræðingur á sviði ársreikningagerðar og reikningsskila og aðstoðar rekstraraðila og félög við að leggja fram ársreikninga í samræmi við lög um ársreikninga og tengdar reglugerðir. Aðstoð er veitt við leiðréttingar á bókhaldi þar sem þess gerist þörf. Eins og er tekur Fagvit ekki að sér almenna bókhaldsskráningu, útgáfu reikninga, greiðslu reikninga og launaútreikninga.

Sindri lögg. esk. sérhæfir sig í uppgjörum og skattskilum og þeim ferlum sem við taka þegar almenn bókhaldsskráning hefur farið fram.

2.

Skattskil lögaðila og einstaklinga

Fagvit annast skattframtalsgerð fyrir fyrirtæki, félög og einstaklinga og skil á framtölum til skattayfirvalda.

Við framkvæmum skattaútreikninga og veitum ráðgjöf um skattaleg málefni sem upp kunna að koma hvort sem það er í tengslum við fyrirtækjarekstur eða málefni einstaklinga.

3.

Skjalagerð og önnur sérfræðiþjónusta

Fagvit veitir meðal annars sérfræðiþjónustu í tengslum við stofnun félaga, svo sem einkahlutafélaga, hlutafélaga, sameignarfélaga og samlagsfélaga og aðstoðar við val á rekstrarformi og skjalagerð. Við veitum aðstoð við skiptingar, samruna og slit á félögum, tengda skjalagerð og við að útbúa sérfræðiskýrslur. Einnig veitum við aðstoð við hlutafjárhækkanir og hlutafjárlækkanir. Við veitum ráðgjöf varðandi heimild til arðgreiðslna út úr félögum og aðstoðum við skil á skilagreinum í þessu sambandi. Við veitum einnig aðstoð við margt annað en að ofan er talið og sem kann að koma upp í rekstri fyrirtækja, hjá félögum og hjá einstaklingum.