Fagvit var stofnað árið 2025 af Sindra Frey Gíslasyni, löggiltum endurskoðanda sem jafnframt er framkvæmdastjóri félagsins.

Sindri hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2021. Sindri er auk þess með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á reikningsskil og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík og M.Acc. í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Sindri hefur tæplega 10 ára reynslu af endurskoðun, reikningsskilum, skattskilum og annarri sérfræðiþjónustu fyrir lítil, meðalstór og stór félög og til einstaklinga. Sindri hefur meðal annars starfað sem endurskoðandi hjá alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtæki á starfsferli sínum, komið að gæðastjórnun innan endurskoðunarfyrirtækis og starfað sem gæðaeftirlitsmaður fyrir endurskoðendaráð. Sindri sækir reglulega endurmenntun á sviði endurskoðunar, reikningshalds og skatta.
Kappkostað er við að veita persónulega þjónustu. Markmið félagsins er að veita viðskiptavinum þess faglega og heiðarlega þjónustu þar sem viðskiptavinir geta gengið út frá því að þeirra hagsmunir séu hafðir að leiðarljósi við öll störf. Fagleg þekking á viðeigandi stöðlum, lögum og regluverki er hvívetna í hávegum höfð, ásamt trúnaði, sem myndar grunninn að allri þjónustu sem Fagvit veitir.