Sérhæfing á sviði reikningsskila, skatta og ráðgjafar til fyrirtækja og einstaklinga.
Heiðarleiki, trúnaður og fagleg þekking eru einkunnarorð Fagvits.
Ársreikningar og uppgjör
Gerð ársreikninga, árshlutareikninga og samstæðureikninga fyrir fyrirtæki og félög af öllum rekstrarformum.
Skattskil lögaðila og einstaklinga
Fagvit sér um skattaútreikninga og skattframtöl fyrir fyrirtæki, félög og einstaklinga. Veitt er ráðgjöf um skattaleg og bókhaldstengd málefni. Aðstoð í samskiptum við skattayfirvöld.
Skjalagerð og önnur sérfræðiþjónusta
Fagvit veitir meðal annars sérfræðiþjónustu í tengslum við stofnun félaga, arðgreiðslur, skiptingar, samruna, slit, hlutafjárbreytingar og annast gerð sérfræðiskýrslna.